Jæja, þá er búið að panta í Herjólf. Við förum á sunnudaginn kl 10:00. Okkar dvöl í Reykjavík verður slúttað almennilega með skemmtilegu djammi og svo tekur alvaran við. Við erum komnar með ótrúlega sæta íbúð í Eyjum - hálfgerður sumarbústaður með torfþaki, ótrúlega sætt og kósý. Endilega googlið “Höfðaból gestahús” og þá sjáið þið okkar nýja heimili, sem héðan í frá verður kallað Sunnuból. Við fórum í gær á starfsmannaútsölu 66°norður og keyptum okkur fullt af hlýjum fötum til að vera í innanundir sjógallanum og gúmmístígvélunum. Við erum ógeðslega spenntar og erum svo ákveðnar í að gera þetta virkilega skemmtilega vinnutörn, og þegar henni lýkur eigum við skítnóg af peningum og getum ferðast um Asíu eins og planið er.
Nú bíðum við bara spenntar þangað til sunnudagurinn rennur upp og við flytjum, en aðal spenningurinn er samt að mæta á mánudaginn og“stimpilklukkan býður góðan daginn”..
Þetta verður æsispennandi..
- Sunna G
(ps. við erum búnar að google-a muninn á þorski og ýsu, við erum í góðum málum)
en spennandi! :D
ReplyDeletehehe þið verðið flottar í frystihúsinu :* þið verðið að vera duglegar að henda inn myndum og svona :)
ReplyDelete